4. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðja 6, mánudaginn 15. janúar 2024 kl. 12:00


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 12:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 12:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 12:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 12:00

Nefndarritari: Hildur Edwald

Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, skv. heimild í 48. gr starfsreglna um fastanefndir Alþingis.
Jón Gunnarsson boðaði forföll.

Bókað:

1) Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins Kl. 12:00
Íslandsdeild samþykkti að tilnefna Guðjón Ragnar Jónasson, Ragnhildi Helgadóttur og Brynhildi Björnsdóttur í dómnefnd barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins.

2) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Tasiilaq í mars 2024 Kl. 12:15
Íslandsdeild ákvað að Steinunn Þóra Árnadóttir verði fulltrúi Íslandsdeildar í pallaborðsumræðum á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Tasiilaq á Grænlandi í mars.

3) Skipting útgjalda í tengslum við fundi Vestnorræna ráðsins Kl. 12:20
Steinunn Þóra gerði grein fyrir vinnu varðandi endurskoðun starfsreglna Vestnorræna ráðsins. Lögð voru fram á fundinum drög að reglum um skiptingu ábyrgðar og útgjalda í tengslum við fundi Vestnorræna ráðsins til skoðunar.

4) Önnur mál Kl. 12:25
Þingmenn Íslandsdeildar ræddu fyrirhugaða ferð til Grænlands í mars og skipulag varðandi hana.
Íslandsdeild stefnir á að funda með framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins í febrúar þar sem hann kynnir drög að nýjum starfsreglum.

Fundi slitið kl. 12:30