68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 18:55


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 18:55
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 18:55
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 18:55
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 18:55
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 18:55
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) fyrir (KFrost), kl. 18:55
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 18:55
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Diljá Mist Einarsdóttur (DME), kl. 18:55

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 19:07.
Guðbrandur Einarsson vék af fundi kl. 19:20.

Gert far hlé á fundinum frá kl. 19:10 til kl. 19:20.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 18:55
Frestað.

2) 952. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 18:55
Tillaga formanns að afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hlutans með breytingartillögu rita Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og framsögumaður, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Teitur Björn Einarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.

3) 1156. mál - breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands Kl. 19:00
Tillaga formanns að afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hlutans með breytingartillögu rita Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir, framsögumaður, Ágúst Bjarni Garðarsson, Teitur Björn Einarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.

4) Tollfrelsi vara sem upprunar eru í Úkraínu Kl. 19:05
Jóhann Páll Jóhannsson, Guðbrandur Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata harma að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hafi ekki verið tilbúinn að leggja fram frumvarp um framlengingu tollfrelsis af vörum frá Úkraínu. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa lýst stuðningi við framlengingu úrræðisins og utanríkisráðherra hefur sagt það vonbrigði að efnahags- og viðskiptanefnd ætli ekki að afgreiða málið fyrir þinglok. Undirrituð taka undir þessa yfirlýsingu ráðherrans. Úkraínumenn berjast um þessar mundir fyrir tilverurétti sínum og um leið fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum í Evrópu. Miklu skiptir að áfram verði samstaða um það á Íslandi að styðja Úkraínu með ráðum og dáð.“

5) Önnur mál Kl. 19:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:25