26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. desember 2022 kl. 09:14


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:14
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:14
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:14
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:14
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:14
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:14
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:14
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur (ArnG), kl. 09:22

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til að óskað yrði eftir afriti af tilboðabók sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022 eins og hún leit út við lok sölunnar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Tillagan var studd af Þórunni Sveinbjarnardóttur og Sigmari Guðmundssyni og naut því stuðnings fjórðungs nefndarmanna, sbr. 1. mgr. 51. gr. þingskapa. Var hún samþykkt.

3) Ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga skv. 51. gr. þingskapa Kl. 09:49
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:11
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:16