14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 09:05


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:22
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Jakobsdóttur og Ernu Hjaltested frá Isavia.
Þá kom á fund nefndarinnar Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ réttindasamtökum.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:53
Nefndin ræddi málið.

4) 180. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:01
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Halla Signý Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson, Björgvin Jóhannesson, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðriksson, Orri Páll Jóhannsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

5) 71. mál - samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir Kl. 10:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 61. mál - þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt Kl. 10:10
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 49. mál - leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitímabils Kl. 10:11
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 127. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 10:11
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Bjarni Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 58. mál - bættar vegasamgöngur yfir Hellisheiði Kl. 10:11
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) 400. mál - umferðarlög Kl. 10:11
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

11) 450. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 10:12
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

12) 75. mál - þyrlupallur á Heimaey Kl. 10:12
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

13) Önnur mál Kl. 10:13
Nefndin ákvað að óska eftir minnisblaði frá Íslandspósti ohf. vegna ákvörðunar félagsins um að hætta dreifingu fjölpósts á landsbyggðinni frá og með 1. janúar 2024.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18