13. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. desember 2023 kl. 09:40


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:40
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:40
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:40
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:40
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:40
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:40
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:40
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:40

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Eggert Ólafsson

2025. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 12. fundar nefndarinnar var samþykkt.

2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/958 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænna Kl. 09:41
2. og 3. dagskrármál voru tekin fyrir samtímis. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/959 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB) 2015/1814 um að koma á fót o Kl. 09:41
Sjá bókun við 2. dagskrármál.

4) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. desember Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti, Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og Helga Jónsdóttir og Vanda Sif Hellsing frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Tengdust þau fundinum með fjarfundarbúnaði.

Gestirnir kynntu þær ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á næstkomandi fundi nefndarinnar 8. desember 2023 og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

5) 484. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024--2028 Kl. 10:54
Málið var rætt og ákveðið að kalla gesti fyrir nefndina.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Rætt var um störfin framundan.

Fundi slitið kl. 11:05