25. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 21. mál - lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Elísabet Gísladóttir frá dómsmálaráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Hlutaúttekt Embættis landlæknis vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir frá Landspítalanum. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Alma Dagbjört Möller, Hrefna Þengilsdóttir og Lára Scheving Thorsteinsson frá Embætti landlæknis. Fjölluð þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Einnig mættu á fund nefndarinnar Elsa B. Friðfinnsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Áslaug Einarsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40