Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing

(1210359)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.05.2015 51. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Á fundinn komu Stefán Kjærnested frá Fjársýslu ríkisins og Sveinn Arason frá Ríkisendurskoðun og svöruðu spurningum nefndarmanna.
06.11.2014 14. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Sjá lið 3.
13.05.2014 53. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Framsögumaður málsins, Brynjar Níelsson fór yfir málið og nefndin fjallaði um það.

Samþykkt að afgreiða málið, allir með.
Brynhildur Pétursdóttir sat hjá.
09.05.2014 52. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Brynjar Níelsson framsögumaður málsins gerði grein fyrir drögum að áliti um skýrslurnar um ORRA - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, undirbúning og innleiðingu og um uppfærslu.

Nefndin fjallaði um málið.
03.04.2014 42. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Á fundinn komu Gunnar H. Hall og Stefán Kjærnested frá Fjársýslu ríkisins, Ingþór Karl Eiríksson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

Gunnar H. Hall og Stefán Kjærnested gerðu grein fyrir úttekt erlendra sérfræðinga á kerfinu ásamt Ingþóri Karli Eiríkssyni og svöruðu spurningum nefndarmanna auk þess sem þeir munu senda nefndinni minnisblöð um hvort og hvernig hafi verið leyst úr tilmælum sérfræðinganna. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um stöðu á kerfinu og væntanleg útboð á rekstri þess.
26.11.2013 17. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Á fundinn kom Sveinbjörn Sigurðsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið (skýrslurnar) ásamt því að svara spurningum nefndarmanna og afhenda nefndinni gögn um málið.

BN, 1. varaformaður, óskaði eftir að fá minnisblað frá Sveinbirni um galla kerfisins.

Næst kom Jóhannes Kr. Kristjánsson og gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
19.11.2013 14. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Umfjöllun samhliða dagskrárlið 4.
12.11.2013 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun sátu áfram fundinn. Þau fóru yfir skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

VBj óskaði eftir að bókað yrði:
Með bréfi dagsettu 6. apríl 2004 óskaði forseti Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun gerði „úttekt á hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd við að koma á nýju hugbúnaðarkerfi (ORACLE) hjá ríkinu, bæði fjárhagslega og faglega". Ekki hefur komið fram viðhlítandi ástæða á þeim drætti sem varð á gerð skýrslunnar.