Skýrsla RE um Þjóðskrá Íslands

Skýrsla (1309061)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðskrá Íslands - skýrsla Ríkisendurskoðunar.
Formaður kynnti að nýju drög að áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Þjóðskrá Íslands. Nefndin fjallaði um álitið og að nýju síðar á fundinum.

Samþykkt af afgreiða málið, allir með: ÖJ, BN, HHj, HE, PHB, SigrM, VBj, WÞÞ.
31.10.2013 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðskrá Íslands
Nefndin fékk á sinn fund Margréti Hauksdóttur forstjóra Þjóðskrár Íslands, Hermann Sæmundsson stjórnarformann Þjóðskrár Íslands og skrifstofustjóra í innanríkisráðuneyti, Pétur U. Fenger frá innanríkisráðuneyti og Jóna Inga Einarsson og Sólveigu J. Guðmundsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrslu Ríkisendurskoðunar um Þjóðskrá Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin óskaði eftir minnisblaði frá Þjóðskrá vegna málsins.
08.10.2013 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla um Þjóðskrá Íslands.
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson. Þórir fór yfir skýrsluna og þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun gerir ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
24.09.2013 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla RE um Þjóðskrá Íslands
Frestað að taka málið fyrir.