13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 24. september 2013 kl. 09:00


Mætt:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

HHj, SigrM voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:02
Fundargerð 12. fundar samþykkt.

2) Kjör 2. varaformanns Kl. 09:04
Formaður lagði til að JÞÓ yrði kjörinn 2. varaformaður nefndarinnar og var sú tillaga samþykkt.

3) Yfirlit RE um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2011 Kl. 09:05
Á fundinn komu Sveinn Arason, Lárus Ögmundsson, Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

Lárus gerði grein fyrir yfirliti Ríkisendurskoðunar um sjálfseignastofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2011 og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Sveini.

4) Skýrsla RE um reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni Kl. 09:30
Kristín Kalmansdóttir kynnti skýrsluna fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Þóri Óskarssyni.

5) Skýrsla RE um rekstur og stjórnskipulag Vatnajökulsþjóðgarðs Kl. 09:50
Krisín Kalmansdóttir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Sveini Arasyni og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttur.

6) Skýrsla RE um sjúkraflug á Íslandi Kl. 10:25
Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir fór yfir skýrsluna um sjúkraflug fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Þóri Óskarssyni.

7) Eftirfylgni RE um skipulag og úrræði í fangelsismálum (2010) Kl. 10:40
Frestað að taka málið fyrir.

8) Skýrsla RE um Þjóðskrá Íslands Kl. 10:40
Frestað að taka málið fyrir.

9) Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Kl. 10:45
Formaður fór yfir fyrirkomulag fyrirhugaðs opins fundar um skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð og nefndin fjallaði um það og næstu fundi um málið.

Formaður upplýsti einnig að umbeðið yfirlit yfir kostnað við rannsóknarnefndar Alþingis hefði verið sent nefndinni.

10) Önnur mál Kl. 11:20
Formaður kynnti nefndinni að bréf hefði borist frá Lyfjastofnun með athugasemdum við áliti nefndarinnar um skýrslur Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar 2008 - 2010 og um Lyfjastofnun frá 2009 og að það yrði tekið fyrir síðar.

Formaður kynnti einnig að bréf hefði borist frá forseta Alþingis með bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem hann vekur athygli Alþingis á umfjöllun í tveimur álitum sínum er varða notkun á hugtakinu „tilmæli“ af hálfu stjórnvalda og ábendingu um að þess verði gætt að hugtakið sé í lögum einungis notað yfir óskuldbindandi tilmæli með hliðsjón af réttaröryggissjónarmiðum. Fyrirhugað er að taka málið fyrir á fundi með umboðsmanni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25