Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.

(1307018)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.03.2014 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður dreifði viðbótargögnum frá Íbúðalánasjóði og áréttaði að um trúnaðargögn voru að ræða.
Formaður vísaði til draga að nefndaráliti sem send hefðu verið og lagði til að málið yrði afgreitt. Var það samþykkt.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa: Ögmundur Jónasson, Brynjar Níelsson með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda, Karl Garðarsson, Pétur H. Blöndal, Haraldur Einarsson og Willum Þór Þórsson
Að nefndaráliti minni hlutans standa: Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Hjörvar og Björn Leví Gunnarsson.
Brynhildur Pétursdóttir, áheyrnarfulltrúi, er ekki samþykk áliti meiri eða minni hluta.
11.03.2014 37. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður bauð upp á umræðu um málið og kynnti að fyrirhugað er að nefndin fái drög að áliti nefndarinnar n.k. mánudag vegna skýrslunnar.
05.03.2014 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður áréttaði að drög að nefndaráliti hefðu verið send nefndarmönnum og bauð upp á umræður um málið og drögin. Samþykkt var að fjalla ekki frekar um málið á fundinum og boða fundarfall á fyrirhuguðum fundi 6. mars til að gefa nefndarmönnum færi á að fara yfir drögin og vinna í þeim.
04.03.2014 35. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti sem send höfðu verið nefndarmönnum í tölvupósti. Þá ræddi nefndin framhald málsins og fyrirhugaða afgreiðslu þess.
17.02.2014 30. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fundinn komu Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs og Sigurður Erlingsson forstjóri og kynntu nefndinni upplýsingar um lögaðila ásamt því að svara spurningum nefndarmanna. Upplýsingarnar eru bundnar trúnaði.
13.02.2014 29. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fundinn komu Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir form. stjórnar Íbúðalánasjóðs og Sigurður Erlingsson forstjóri og Úlfar Indriðason. Þau kynntu nefndinni upplýsingar sem bundnar eru trúnaði um lánveitingar og afskriftir til lögaðila hjá sjóðnum.

Umræðu frestað og verður framhaldið á næsta fundi.
23.01.2014 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður gerði grein fyrir svari forstjóra Íbúðalánasjóðs við beiðni nefndarinnar um upplýsingar. Formaður lagði til að nefndin óskaði eftir afstöðu stjórnar sjóðsins til málsins og lagði fram drög að bréfi til stjórnar sjóðsins með afriti til velferðarráðherra og forstjóra sjóðsins.
21.01.2014 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður, ÖJ, greindi frá stöðu máls varðandi beiðni nefndarinnar um upplýsingar frá Íbúðalánasjóði.
12.12.2013 24. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður kynnti að verið væri að vinna umbeðnar upplýsingar frá Íbúðalánasjóði vegna málsins og þær yrðu afhentar nefndinni um leið og þær yrðu tilbúnar.
10.12.2013 23. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fundinn komu Sigurður Erlingsson og Úlfar Þór Sindrason frá Íbúðalánasjóði og kynntu upplýsingar um lögaðila sem eru í viðskiptum við sjóðinn í trúnaði, sbr. 2. mgr. 51. gr. þingskapa.
09.12.2013 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður fór yfir framhald málsins og nefndin fjallaði um það.
22.11.2013 15. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Kl. 13:00 Á fundinn kom Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

Kl. 14:00 Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi, Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Íris Björnsdóttir sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu og svöruðu spurningum nefndarmanna um eftirlit þessara stofnananna skv. gildandi lögum með Íbúðalánasjóði.

Formaður óskaði eftir minnisblöðum frá stofnununum um eftirlitið og hvort þær hafi athugasemdir við það eða telji þörf á breytingum.

Fleira var ekki gert.
08.11.2013 11. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fundinn komu Sigurður Erlingsson forstjóri Íbúðalánasjóðs og Sigurður Jón Björnsson sviðsstjóri fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs. Sigurður Erlingsson gerði grein fyrir ætluðu tapi sjóðsins ásamt því að fara yfir stöðu sjóðsins í dag, hvað hafi breyst hjá sjóðnum eftir að hann tók við árið 2010 og svara spurningum nefndarmanna varðandi skýrsluna ásamt Sigurði Jóni.

Fleira var ekki gert.
08.11.2013 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Nefndin fékk á sinn fund Hall Magnússon fyrrverandi sviðsstjóra Íbúðalánasjóðs sem gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis auk þess sem upptaka af fundinum verður aðgengileg á vef nefndarinnar á Alþingisvefnum.
05.11.2013 8. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fund nefndarinnar kom Jóhann G. Jóhannsson fyrrverandi sviðsstjóri áhættustýringar- og fjárstýringarsviða Íbúðalánasjóðs og greindi nefndinni frá sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Þá átti nefndin símafund með Dr. Alexander Düring frá Deutche Bank vegna málsins þar sem Dr. Düring gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum til einstakra atriða skýrslunnar og svaraði spurningum nefndarmanna. Dr. Düring samþykkti í samræmi við 2. málsl. 1. mgr. 19. gr. þingskapa að vitnað yrði til orða hans um afmarkaða þætti. Það er að ekki hefðu verið gerð mistök við útreikning skiptiálagsins heldur hafi verið notuð alþjóðlega viðurkennd reikniaðferð sem var önnur en sú sem vísað er til í skýrslunni. Jafnframt sagði hann að hefði hin reikniaðferðin verið notuð hefði niðurstaðan verið sú sama þar sem aðrar breytur hefðu verið notaðar við þá aðferð og því ekki hægt að tala um reikningsvillu eða tap af henni. Auk þessa staðfesti Dr. Düring jafnframt að rannsóknarnefndin hefði ekki haft samband við hann til að staðfesta upplýsingar og yfirlýsingar sem fram koma í skýrslunni eða óskað eftir því að hann kæmi til skýrslutöku þó svo að hann hefði reiknað út skiptiálagið og haft mestar upplýsingar um útreikning þess.

Nefndin átti einnig símafund með Joakim Hörwing og Mikael Kärrsten sem unnu fyrir Capto Financial Consulting á þeim tíma sem skýrslan tekur til. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna og samþykkti Hörwing að vitnað yrði til orða hans um ákveðna þætti sbr. 2. málsl. 1. mgr. 19. gr. þingskapa. Staðfesti hann að rannsóknarnefndin hefði ekki leitað til Capto til að staðfesta upplýsingar eða yfirlýsingar sem fram koma í skýrslunni eða leitað eftir því að fá einhvern frá fyrirtækinu til skýrslutöku. Þá sagði Hörwing að hann neitaði yfirlýsingum sem fram kæmu í skýrslunni þess efnis að starfsmenn Íbúðalánasjóðs hefðu ekki skilið eða fylgt ráðgjöf Capto.
31.10.2013 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Formaður tók til umfjöllunar upplýsingabeiðni nefndarinnar til Íbúðalánasjóðs en nefndin óskaði hinn 12. september sl. eftir upplýsingum um þá lögaðila sem voru og eru í viðskiptum við Íbúðalánasjóð sem leitt hafa til eða áætlað er að leiða muni til útlánataps auk upplýsinga um áætlað tap sé og verði. Upplýsingar hafa ekki borist og lagði formaður til að þeirra yrði óskað með vísan til 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Var það samþykkt.

Formaður ræddi fyrirkomulag næstu funda um málið og lagði til að óskað yrði eftir því að Hallur Magnússon kæmi á fund nefndarinnar vegna málsins. Var það samþykkt af ÖJ, BN, PHB og WÞÞ. SigrM og BP sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.
11.10.2013 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Á fundinn kom Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri og svaraði spurningum nefndarmanna.

Næst komu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Guðmundur I. Guðmundsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa sem svöruðu spurningum nefndarmanna og gerðu grein fyrir þeim reglum sem giltu um útboð og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á reglunum síðan.

Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fleira var ekki gert.
11.10.2013 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
Nefndin fékk á sinn fund Sigurð Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi sem gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Pál Gunnar Pálsson fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem gerði einnig grein fyrir sínum sjónarmiðum um skýrslunar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.
26.09.2013 14. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, Gunnar S. Björnsson, fyrrverandi formann og varaformann stjórnar Íbúðalánasjóðs, og Hákon Hákonarson, fyrrverandi formann og varaformann stjórnar Íbúðalánasjóðs. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svöruðum spurningum nefndarmanna. Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.
24.09.2013 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Formaður fór yfir fyrirkomulag fyrirhugaðs opins fundar um skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð og nefndin fjallaði um það og næstu fundi um málið.

Formaður upplýsti einnig að umbeðið yfirlit yfir kostnað við rannsóknarnefndar Alþingis hefði verið sent nefndinni.
19.09.2013 12. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda nefndarinnar um málið og gestakomur.
17.09.2013 11. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Nefndin ræddi málsmeðferð og umfjöllun nefndarinnar um málið. Samþykkt var að halda opinn fund fimmtudaginn 26. september um málið.
12.09.2013 10. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.
Nefndin ræddi málsmeðferð skýrslunnar.
03.07.2013 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl.
Nefndin tók til umfjöllun skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð ofl. Á fund nefndarinnar komu Sigurður Hallur Stefánsson, formaður rannsóknarnefndarinnar og Kirstín Flygenring og Jón Þorvaldur Heiðarsson sem sátu í rannsóknarnefndinni. Kynntu þau efni skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna
02.07.2013 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.
KLM, 1. varaforseti, kom á fund nefndarinnar og afhenti henni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kom hann jafnframt á framfæri tillögu forseta um að skýrslan yrði rædd á þingfundi miðvikudaginn 3. júlí. BN, 1. varaformaður, tók á móti skýrslunni fyrir hönd nefndarinnar. Lagði hann til að skýrslan færi til umfjöllunar í þingsal á morgun og var það samþykkt.

Þegar KLM hafði vikið af fundi ræddi nefndin áframhaldandi málsmeðferð. BN staðfesti að rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð mundi mæta á fund nefndarinnar miðvikudaginn 3. júlí og kynna skýrsluna fyrir nefndinni.