Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur).

(1402036)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.05.2014 54. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur).
Á fund nefndarinar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Ólafur Friðriksson og Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýskipunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk athugun sinni á málinu.
05.05.2014 48. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur).
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur). Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

Til grundvallar umfjöllunar nefndarinnar nú lá minnisblað íslensks spíruframleiðenda vegna fundar utanríkismálanefndar, dags. 13. febrúar 2014, um örverumælingar á spírum, auk dæmis um rannsóknarniðurstöður frá fræbirgja dags. 2. ágúst 2013.
13.02.2014 25. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur).
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson og Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Katrín H. Árnadóttir frá Ecospiru og Daniel Lee frá Frjóanga.

Fjölluðu gestirnir um reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur) og svöruðu spurningum nefndarmanna.