Reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti).

(1402037)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.05.2014 48. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti).
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um reglugerð (ESB) nr. 1086/2011, er varðar salmonellu í nýju alifuglakjöti. Síðast hafði málið verið til umfjöllunar hjá nefndinni 13. febrúar 2014, undir dagskrárliðnum um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.
13.02.2014 25. fundur utanríkismálanefndar Reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti).
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson og Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hildur Traustadóttir frá Félagi kjúklingabænda, Jón Magnús Jónsson frá Reykjabúinu og Matthías Guðmundsson frá Reykjagarði.

Fjölluðu gestirnir um reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti) og svöruðu spurningum nefndarmanna.