Búvörusamningar

(1602149)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
02.03.2016 43. fundur fjárlaganefndar Búvörusamningar
Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu komu til fundar við nefndina kl. 8:30 Ólafur Friðriksson, Rebekka Hilmarsdóttir og Sigurgeir Þorgeirsson. Rætt var um gildandi búvörusamninga og nýir búvörusamningar kynntir. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fundurinn var síðan opinn fjölmiðlum.
Frá Bændasamtökum Íslands mættu til fundarins kl.9:30 Sindri Sigurgeirsson og Sigurður Eyþórsson. Þeir ræddu um búvörusamningana og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Eftirtaldir aðilar komu til fundarins kl. 11.00. Þorsteinn Víglundsson og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu. Lögð fram greining frá Daða Má Kristóferssyni Háskóla Íslands sem ber heitið: „Er hagsmuna neytenda gætt í nýjum búvörusamningum?“ Gestirnir veittu umsögn um nýju búvörusamningana og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Eftirtaldir aðilar komu til fundarins kl. 12.00. Frá Félagi atvinnurekenda komu Ólafur Stephensen og Páll Rúnar M. Kristjánsson, frá Viðskiptaráði Íslands komu Frosti Ólafsson og Björn Brynjúlfur Björnsson,frá Alþýðusambandi Íslands Gylfi Arnbjörnsson og frá Neytendasamtökunum Teitur Atlason. Gestirnir veittu umsögn um nýju búvörusamningana og svöruðu spurningum nefndarmanna.