Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.

(1605098)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.05.2016 50. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.

Formaður lagði til að nefndin afgreiddi fyrirliggjandi drög að tillögu til þingsályktunar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf.

Samþykkt að afgreiða málið. Allir fylgjandi málinu.
24.05.2016 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir bréfi sínu til nefndarinnar varðandi ábendingar sem hann hafi fengið um hver hafi verið þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäser Privatbankiers KGaA í kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. á árinu 2003 með aðild hans að Eglu hf., og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.
20.05.2016 48. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis og Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis. Umboðsmaður reifaði erindi sitt til nefndarinnar dags. 19. maí 2016 og nefndin fjallaði um málið.