Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla

Frumkvæðismál (1703195)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.02.2021 33. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Nefndin ræddi málið.

Þá kom á fundinn Ólöf Finnsdóttir frá dómstólasýslunni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
04.12.2020 19. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Ólöf Finnsdóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Edda Laufey Laxdal frá dómstólasýslunni. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Vigdís Eva Líndal og Helga Sigríður Þórhallsdóttir frá Persónuvernd og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Árni Múli Jónasson og Anna Lára Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin málið.
05.10.2020 1. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Formaður fór yfir málið. Ákveðið að formaður taki saman drög að mögulegri málsmeðferð og leggi fyrir nefndina.
26.09.2018 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Nefndin fjallaði um málið.
30.04.2018 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir álitaefnum varðandi málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Benedikt Bogason og Ólöf Finnsdóttir frá dómstólasýslunni og gerðu grein fyrir meginhlutverki og stefnu dómstólasýslunnar ásamt þeim breytingum sem lögfestar voru með nýjum lögum um dómstóla. Þá svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

Loks komu Elín Sigrún Jónsdóttir og Áslaug Björgvinsdóttir og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
21.03.2018 21. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Nefndin fjallaði um málið.
16.05.2017 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Á fundinn kom Hervör Þorvaldsdóttir og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
11.05.2017 26. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Samþykkt að fá gesti á fund vegna málsins.

Frekari umfjöllun frestað.
28.03.2017 15. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Á fundinn kom Áslaug Björgvinsdóttir, hdl. og fyrrv. héraðsdómari og gerði grein fyrir sjónarmiðum um eftirlit með dómstólum ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
15.03.2017 11. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við gesti um álitaefni tengd nýrri löggjöf um opinber fjármál.