Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins

Frumkvæðismál (1805142)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.12.2023 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
Íslandsdeildin ræddi hverja skipa ætti í dómnefnd fyrir barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins. Ákveðið var að funda aftur á föstudaginn og ákveða tilnefningar í dómnefndina.
22.01.2019 4. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
Íslandsdeild ræddi nauðsyn þess að skipa nýja meðlimi í íslenska dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins, í samræmi við reglur ráðsins. Ákveðið var að leita til Miðstöðvar íslenskra bókmennta varðandi tilnefningar til nefndarsetunnar.
15.01.2019 3. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sagði frá vinnu við endurskoðun reglna um barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins.
04.12.2018 2. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
Rætt var um möguleikann á að leita til Miðstöðvar íslenskra bókmennta varðandi tilnefningu einstaklinga í dómnefnd Íslands vegna barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins.
05.06.2018 4. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins
Sigurður Ólafsson kynnti stuttlega barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins sem veita á í ár. Hann reifaði þörfina á að endurskoða reglur um verðlaunin og mögulega afhendingu þeirra á öðrum vettvangi en ársfundi Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir óskaði eftir minnisblaði um skipan dómnefndar og reglur þar um.