Innleiðing hringrásarhagkerfisins

Frumkvæðismál (2211026)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.11.2022 18. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Trausta Ágúst Hermannsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.11.2022 17. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Eygerði Margrétardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Dofra Ólafsson og Frey Eyjólfsson frá Sorpu.
03.11.2022 13. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um stöðu innleiðingar laga um breytingu á lögum um holltustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald, nr. 103/2021, með hliðsjón af því hlutverki sem sveitarfélögin hafa við myndun hringrásarhagkerfis.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um stöðu innleiðingar sömu laga.