13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 09:04


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:33
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:04
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:25
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:13

Njáll Trausti Friðbertsson og Ingibjörg Isaksen tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:27.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, Jón Vilberg Guðjónsson, Elín Sif Kjartansdóttir, Ottó V. Winther og Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Kynnti ráðherra starfsemi ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Netöryggisstefna Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar mætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, Jón Vilberg Guðjónsson, Elín Sif Kjartansdóttir, Ottó V. Winther og Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
Kynntu þau netöryggisstefnu Íslands 2022-2037 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kortlagning á netglæpum Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar mætti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, Jón Vilberg Guðjónsson, Elín Sif Kjartansdóttir, Ottó V. Winther og Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

5) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar mættu Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

6) 279. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 11:04
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Jónas Birgir Jónasson frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 11:39
Nefndin ræddi málið.

8) 37. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 11:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Andrés Ingi Jónsson yrði framsögumaður málsins.

9) Innleiðing hringrásarhagkerfisins Kl. 11:48
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um stöðu innleiðingar laga um breytingu á lögum um holltustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald, nr. 103/2021, með hliðsjón af því hlutverki sem sveitarfélögin hafa við myndun hringrásarhagkerfis.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um stöðu innleiðingar sömu laga.

10) Önnur mál Kl. 11:52
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57