Ástand á stofnvegum frá höfuðborgarsvæðinu vegna illviðris í desember

Frumkvæðismál (2212201)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
31.01.2023 29. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ástand á stofnvegum frá höfuðborgarsvæðinu vegna illviðris í desember
Á fund nefndarinnar mættu Jónas Birgir Jónasson frá innviðaráðuneytinu, Sólberg Svanur Bjarnason frá ríkislögreglustjóra og Bergþóra Kristinsdóttir frá Vegagerðinni sem áttu sæti í starfshópi innviðaráðherra sem skipaður var í kjölfar óveðursins í desember. Kynntu þau skýrslu starfshópsins og svöruðu spurningum.
26.01.2023 28. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ástand á stofnvegum frá höfuðborgarsvæðinu vegna illviðris í desember
Nefndin ræddi málið og ákvað að taka ekki við umbeðnu minnisblaði frá Play um málið í trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa og 1. mgr. 37. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
22.12.2022 27. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ástand á stofnvegum frá höfuðborgarsvæðinu vegna illviðris í desember
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra, Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann ráðherra og Ragnhildi Hjaltadóttur, Ólaf Kr. Hjörleifsson og Jónas Birgi Jónasson frá innviðaráðuneytinu.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin áframhaldandi umfjöllun málsins á nýju ári. Samþykkt var að óska eftir upplýsingum frá Play og Icelandair um kostnað félaganna sem hlaust af lokun Reykjanesbrautarinnar.