Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins

Frumkvæðismál (2310014)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.11.2023 16. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Formaður gerði grein fyrir að gögn sem nefndin óskaði eftir frá stjórn Samkeppniseftirlitsins á fundi þann 12. október sl. hefðu borist sem trúnaðargögn, sbr. 36. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Teitur Björn Einarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson samþykktu að nefndin tæki við gögnunum. Guðbrandur Einarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Oddný G. Harðardóttir sátu hjá. Gögnin voru ekki afhent á fundi og hafa nefndarmenn því aðgang að þeim skv. 2. máls. 1. mgr. 39. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
21.11.2023 15. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Nefndin ræddi málið.
16.11.2023 14. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Frestað.
12.10.2023 7. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Diljá Mist Einarsdóttir bar upp tillögu um að óskað yrði eftir gögnum frá stjórn Samkeppniseftirlitsins, sbr. 51. gr. þingskapa. Tillöguna samþykktu Teitur Björn Einarsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson, Elva Dögg Sigurðardóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Steinunn Þóra Árnadóttir sátu hjá.

Steinunn Þóra Árnadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel það mikilvægt að kanna fyrst hvaða reglur gilda um birtingu fundargerða stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson tóku undir bókunina.
10.10.2023 6. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Ráðherra fylgdu Sigrún Brynja Einarsdóttir, Ingvi Már Pálsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Því næst komu á fund nefndarinnar Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Sveinn Agnarsson formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Fleira var ekki gert.