Aflandsfélög, hæfi ráðherra o.fl.

(1604001)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.04.2016 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Aflandsfélög, hæfi ráðherra o.fl.
Á fundinn komu Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson og Særún María Gunnarsdóttir. Tryggvi gerði grein fyrir sjónarmiðum embættisins við málið og upplýsti að hann teldi ekki efni til frumkvæðisrannsóknar á hæfi forsætisráðherra á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hefði en sagði jafnframt að þörf væri á að beina sjónum að reglum um sem giltu á þessu sviði.

Þá svaraði Tryggvi spurningum nefndarmanna.
04.04.2016 36. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Aflandsfélög, hæfi ráðherra o.fl.
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður gerði fimm mínútna hlé á fundi til kl. 12:45.

Samþykkt tillaga um að boða umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar vegna málsins n.k. fimmtudag, sem verði opinn fjölmiðlum.