Alþingiskosningar 1995

Sú breyting hafði verið gerð á kosningalögum, með lögum nr. 9/1995, að flökkusætið sem færst gat milli kjördæma var fest í Reykjavíkurkjördæmi og einnig var eitt þingsæti flutt úr Norðurlandskjördæmi eystra til Reykjaneskjördæmis. Með þessu var brugðist við fólksfjölgun á suðvesturhorni landsins sem hafði leitt til þess að misvægi atkvæða hafði aukist frá því að fyrst var kosið eftir gildandi kosningatilhögun árið 1987.

Þingsætatala kjördæmanna var birt með auglýsingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins nr. 126/1995.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram í öllum kjördæmum: Alþýðubandalag og óháðir, Alþýðuflokkur – Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Framsóknarflokkur, Samtök um kvennalista, Sjálfstæðisflokkur og Þjóðvaki – hreyfing fólksins. Þeim tókst öllum að fá kjörna fulltrúa á Alþingi.

Náttúrulagaflokkur Íslands bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi, Reykjaneskjördæmi, Vesturlandskjördæmi og Suðurlandskjördæmi.

Kristileg stjórnmálahreyfing bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi.

Vestfjarðalistinn bauð fram í Vestfjarðakjördæmi og Suðurlandslistinn bauð aðeins fram í Suðurlandskjördæmi.

Um kosningarnar
Kjördagur 8. apríl 1995
Mannfjöldi 266.978
Kjósendur á kjörskrá 191.973
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 71,8%
Greidd atkvæði 167.751
Kosningaþátttaka 87,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 62,8%
Kosningaþátttaka karla 87,3%
Kosningaþátttaka kvenna 87,5%
Kjördæmakjörnir þingmenn 50
Jöfnunarþingmenn 13
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 165.043
Sjálfstæðisflokkur  37,1%  25 þingmenn
Framsóknarflokkur   23,3%  15 þingmenn
Alþýðubandalag og óháðir   14,3%  9 þingmenn
Alþýðuflokkur 11,4% 7 þingmenn
Þjóðvaki 7,1% 4 þingmenn
Kvennalisti 4,9% 3 þingmenn
Suðurlandslistinn 0,7%
Náttúrulagaflokkur 0,6%
Vestfjarðalistinn   0,4%  
Kristileg stjórnmálahreyfing 0,2%
Jöfnunarþingmenn
Sjálfstæðisflokkur   4
Þjóðvaki   3
Alþýðubandalag og óháðir 2
Alþýðuflokkur 2
Kvennalisti 2

Kjördæmi og þingmenn 1995
Reykjavíkurkjördæmi 19 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 12 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 5 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingmenn
Austurlandskjördæmi 5 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 8. apríl 1995
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokkur
2. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkur
3. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
4. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokkur
5. Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Lára Margrét Ragnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
7. Finnur Ingólfsson Framsóknarflokkur
8. Svavar Gestsson Alþýðubandalag
9. Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokkur
10. Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokkur
11. Ólafur Örn Haraldsson Framsóknarflokkur
12. Bryndís Hlöðversdóttir Alþýðubandalag og óháðir
13. Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaki, hreyfing fólksins
14. Kristín Ástgeirsdóttir Samtök um kvennalista
15. Össur Skarphéðinsson Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmenn
16. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur
17. Ögmundur Jónasson Alþýðubandalag og óháðir
18. Ásta R. Jóhannesdóttir Þjóðvaki, hreyfing fólksins
19. Guðný Guðbjörnsdóttir Samtök um kvennalista
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
2. Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
3. Sigríður A. Þórðardóttir Sjálfstæðisflokkur
4. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokkur
5. Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokkur
6. Árni R. Árnason Sjálfstæðisflokkur
7. Hjálmar Árnason Framsóknarflokkur
8. Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalag og óháðir
9. Guðmundur Árni Stefánsson
Jöfnunarþingmenn
10. Kristján Pálsson Sjálfstæðisflokkur
11. Ágúst Einarsson Þjóðvaki, hreyfing fólksins
12. Kristín Halldórsdóttir Samtök um kvennalista
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ingibjörg Pálmadóttir Framsóknarflokkur
2. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokkur
3. Magnús Stefánsson Framsóknarflokkur
4. Guðjón Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
5. Gísli S. Einarsson Alþýðuflokkur
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokkur
2. Gunnlaugur M. Sigmundsson Framsóknarflokkur
3. Einar Oddur Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
4. Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmenn
5. Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalag og óháðir
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
2. Hjálmar Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Stefán Guðmundsson Framsóknarflokkur
4. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag og óháðir
Jöfnunarþingmaður
5. Vilhjálmur Egilsson Sjálfstæðisflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokkur
2. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
3. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokkur
4. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalag og óháðir
5. Tómas Ingi Olrich Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Svanfríður Jónasdóttir Þjóðvaki, hreyfing fólksins
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
2. Jón Kristjánsson Framsóknarflokkur
3. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokkur
4. Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalag og óháðir
Jöfnunarþingmaður
5. Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokkur
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkur
2. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur
3. Árni Johnsen Sjálfstæðisflokkur
4. Ísólfur Gylfi Pálmason Framsóknarflokkur
5. Margrét Frímannsdóttir Alþýðubandalag og óháðir
Jöfnunarþingmaður
6. Lúðvík Bergvinsson Alþýðuflokkur